Skilmálar
Höfundarréttur
1.1. Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Malenar Áskelsdóttur.
Copyright © Malen Photography
1.2. Um höfundarrétt ljósmyndara gilda höfundalög nr. 73/1972.
1.3. Afhending ljósmynda til viðskiptavina felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti ljósmyndara.
2. Meðferð viðskiptavina á ljósmyndum
2.1 Óheimilt er að nota myndirnar til auglýsinga án þess að fá leyfi frá ljósmyndara.
2.2. Við myndbirtingar á netinu er æskilegt að geta nafns ljósmyndara í texta eða merkja myndirnar með síðu ljósmyndara (@malenphotography).
2.3 Óheimilt er að breyta ljósmyndum á nokkurn hátt.
3. Meðhöndlun ljósmyndara á ljósmyndum
3.1. Ljósmyndari áskilur sér rétt til að birta myndir úr tökum á vefsíðu sína og samfélagsmiðla - nema um annað hafi verið samið.
3.2. Ljósmyndari sendir óunnar myndir með vatnsmerki á.
3.3. Það er ekki hægt að fá óunnar myndir eða hráfæla í fullri upplausn.
4. Greiðsla, afhending og varðveisla mynda
4.1. Um greiðslu fyrir myndatöku vísast til verðskrár ljósmyndara sem finna má á heimasíðunni: https://www.malen.photography/verdlisti
4.2. Ljósmyndir úr myndatökum verða ekki afhentar nema að öll greiðsla hafi borist.
4.3. Ljósmyndari varðveitir unnar ljósmyndir í ár frá tökudegi til öryggis fyrir viðskiptavin. Eftir þann tíma er varðveisla ljósmynda alfarið á ábyrgð viðskiptavinar.
Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa við pöntun myndatökunnar.